Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. janúar 2021 23:28
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Holland: Albert áfram í kuldanum hjá AZ
Mynd: Getty Images
PEC Zwolle 1 - 1 AZ Alkmaar

Íslendingalið AZ heimsótti í dag Zwolle og leikar á heimavelli Zwolle enduðu með 1-1 jafntefli.

Heimamenn komust yfir á 9. mínútu en gestirnir jöfnuðu með marki frá Fredrik Mitsjo á 67. mínútu. AZ er í 5. sæti Eredivisie.

Albert Guðmundsson er leikmaður AZ en hann hefur ekki leikið með liðinu síðan gegn Rijeka í Evrópudeildinni þann 10. síðasta mánaðar.

Pascal Jansen, stjóri AZ, virðist út á við ekki eiga í samleið með Alberti en Albert hefur verið ónotaður varamaður í þremur leikjum í röð og þá var hann ekki í leikmannahópnum gegn Willem II í desember.

Pascal Jansen tók við til bráðabirgða sem stjóri AZ eftir að Arne Slot var rekinn snemma í desember. Pascal hafði verið aðstoðarmaður Slot.

Sjá einnig:
Albert ekki í hóp fyrir „neikvætt hugarfar" (20. des)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner