Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   sun 09. janúar 2022 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vill halda Viktori - „Ef þeir eru tilbúnir þá keyrum við þá út á flugvöll"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Karl Einarsson leikmaður Breiðabliks hefur verið orðaður við Lyngby en að kom fram í útvarpsþætti fótbolta.net að danska félagið vilji fá hann.

Óskar Hrafn Þorvaldsson var í viðtali við Fótbolta.net eftir sigur Blika á Keflavík í gær. Hann var spurður út í það hvort Viktor væri á leiðinni út í atvinnumennsku.

„Ég átta mig ekki á því, ég get ekki svarað því. Ég vona ef hann fer út að hann fari í gott lið, að hann eigi möguleika á því að spila á hærra leveli en Breiðablik er."

Þetta er erfitt fyrir Óskar. Vill halda honum en á sama tíma spurning hvað er best fyrir ferilinn hjá Viktori.

„Auðvitað viljum við líka halda í hann, hann er einn af okkar albestu mönnum, gríðarlega öflugur og góður í þeim helstu hlutum sem skilgreina okkur. Það væri högg að missa hann en á sama tíma er það með hann eins og aðra, ef þeir eru tilbúnir að taka næsta skref þá styðjum við við bakið á þeim og keyrum þá út á flugvöll."
Óskar Hrafn: Duglegur strákur og fellur strax vel inn í hópinn
Athugasemdir
banner
banner