Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 09. janúar 2023 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Trippier: Ef þetta hefði snúist um peninga hefði ég verið áfram
Mynd: EPA

Kieran Trippier sagði frá því í podcast þættinum Under The Cosh að ef hann hefði verið að hugsa um peninga hefði hann verið áfram hjá Atletico Madrid í stað þess að fara til Newcastle.


Trippier gekk til liðs við Newcastle fyrir ári síðan og hefur liðið verið að gera magnaða hluti á þessari leiktíð.

„Þegar ég var búinn að kveðja alla þá reyndi hann (Simeone) að tala mig til á bílastæðinu. Hann skildi ástæðurnar mínar en hann vildi ekki missa mig," sagði Trippier.

Það var gaman að heyra það frá manni eins og honum að hversu mikið hann vildi að ég yrði áfram. Ég var með efasemdir á leiðinni út á flugvöll en nei, ég var búinn að ákveða þetta og ég þurfti að koma aftur til Englands."

Þá svaraði hann gagnrýni um að þessi skipti hafi verið eingöngu peningana vegna.

„Fólk hélt að þetta væri peningana vegna en þá hefði ég átt að vera áfram í Madrid. Ég var búinn að skrifa undir þriggja ára samning þar svo ef þetta hefði snúist um peninga þá hefði ég verið áfram," sagði Trippier.

„Ég veit að þetta var ekki út af peningum. Það voru hlutir í gangi á þessum tíma sem voru mikilvægari en peningar og þess vegna kom ég aftur til Englands."


Athugasemdir
banner
banner
banner