Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, hefur verið sviptur ökuréttindum í 56 daga vegna hraðaksturs nálægt flugvellinum í Manchester.
Hann keyrði Range Rover bifreið sinni langt yfir leyfilegan hraða á liðnu ári og náðist á sérstaka hraðamyndavél. Hann fékk yfir þúsund pund í sekt.
Hann keyrði Range Rover bifreið sinni langt yfir leyfilegan hraða á liðnu ári og náðist á sérstaka hraðamyndavél. Hann fékk yfir þúsund pund í sekt.
Maguire hefur áður gerst sekur um hraðakstur og umferðarlagabrot.
Á dögunum tilkynnti Manchester United um framlengingu á samningi Maguire út næsta tímabil. Hann fékk dauðafæri til að tryggja United sigur gegn Liverpool í viðureign liðanna síðasta sunnudag.
Athugasemdir