Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   lau 09. febrúar 2019 17:40
Arnar Helgi Magnússon
Geir: Ég og Guðni erum í sama liði
Geir Þorsteinsson á þinginu í dag.
Geir Þorsteinsson á þinginu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Á ég ekki að segja það að ég hafi fundið fyrir því að þetta yrði brekka?" sagði Geir Þorsteinsson eftir ársþing KSÍ sem haldið var á Nordica Hotel fyrr í dag.

Geir Þorsteinsson fékk einungis 26 atkvæði í dag og sigraði Guðni því með yfirburðum.

Geir hefur fengið mikla gagnrýni síðustu daga frá núverandi og fyrrverandi landsliðsmönnum Íslands. Hann segir þau ummæli vera óvægin.

„Ekki hjálpuðu ummæli sem að hafa fallið síðustu daga úr ýmsum áttum og afskipti forseta UEFA, þau hjálpuðu mér ekki."

„Mér finnst þau óvægin og ég er stoltur af því sem að ég hef gert fyrir íslenska knattspyrnu. Ég get ekki sagt neitt annað um það."

Geir sagði að hann hafi verið bjartsýnn fyrir daginn í dag.

„Ég er alltaf bjartsýnn. Hvernig á maður að fara að því að leiða knattspyrnulið eða knattspyrnuþjóð án þess að vera bjartsýnn og fara ekki af krafti inn í hvert einasta verkefni, þannig er ég bara. Ég hef kynnst sigrum og ósigrum í gegnum tíðina og maður lærir það í íþróttum."

Aðaláherslumál Geirs í kosningarbaráttuni var hans nýja sýn á knattspyrnunni. En sýna úrslit dagsins að félögin vilji ekki sjá þessa sýn?

„Ég hef þá trú að mín sýn hafi nú þegar skilað ýmsu eins og í dag þegar við sáum að lagabreytingar sem að styrktu stöðu ÍTF flugu í gegn. Ég hef þá sýn að þróun íslenskrar knattspyrnu muni fara þangað sem að viðgengst annarsstaðar í heiminum."

Geir segist hafa kannað landslagið áður en hann bauð sig fram en nefnir þó að það hafi margt unnið á móti honum síðustu vikurnar.

„Það héldu flestir þétt að sér spilunum. Ég hafði kannað jarðveginn áður en ég fór af stað en ég hef fundið fyrir því að það hefur ýmislegt unnið á móti mér síðustu vikur eins og ég greindi frá áðan."

„Ég og Guðni erum í sama liði. Við erum að vinna fyrir íslenska knattspyrnu. Ég virði það alveg að leikmenn myndi sér skoðun á mér eða Guðna eða hverju sem er. Hugsið ykkur stöðuna ef að fimm lýsa yfir stuðning við þennan og fimm einhvern annan og þeir eru að spila í sama liði. Ég held að þetta sé ekki góð þróun og yrði í raun taktlaust."

„Ég held að það sé best að halda þessu inní þessum sal, þetta er fólkið sem að ræður þessu og fólkið sem kýs fyrir íslenska knattspyrnu."

Hvað tekur við hjá Geir eftir að ljóst er orðið að hann mun ekki sinna formennsku KSÍ næstu árin?

„Ég mun áfram sinna þróunarverkefnum í knattspyrnu erlendis. Það er það sem hvatti mig til þess að kynna þessa nýju sýn fyrir íslenskan fótbolta. Ég er alltaf reiðubúinn til starfa fyrir íslenska knattspyrnu."

Geir segist ekki sjá eftir því að hafa farið í framboð og telur að framboð sitt hafi nú þegar haft áhrif á knattspyrnuna.

„Alls ekki. Ég finn það að framboð mitt hefur þegar haft áhrif. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um íslenska knattspyrnu og þróun hennar."

Viðtalið við Geir Þorsteinsson má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner