þri 09. febrúar 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Hefði verið mjög skemmilegt að ná einum leik með gamla"
Feðgarnir Davíð Snær og Jóhann Birnir
Feðgarnir Davíð Snær og Jóhann Birnir
Mynd: DSJ
Treyja Watford á lofti
Treyja Watford á lofti
Mynd: .
Davíð Snær Jóhannsson, leikmaður Keflavíkur, var í viðtali sem birtist fyrr í dag hér á Fótbolta.net. Þar var hann spurður út í síðasta tímabil, komandi tímabil og fleira.

Sjá einnig:
„Tók stórt framfaraskref í þróun minni sem fótboltamaður"

Faðir Davíðs er Jóhann Birnir Guðmundsson sem lék sem atvinnumaður á árunum 1998-2008. Jóhann lék með Watford, Cambridge (lán), Lyn, Örgryte og GAIS. Hann lauk svo ferlinum heima með Keflavík sumarið 2017, sumarið áður en sonurinn steig sín fyrstu skref í Íslandsmóti.

Var ekki tilbúinn þegar gamli var enn að spila
Davíð sagði frá því í 'hinni hliðinni' í fyrra að það hefði verið skemmtilegt að spila með pabba sínum og kom inn á það að hann hefði spilað næsta leik eftir að sá gamli lagði skóna á hilluna. Var svekkjandi að ná ekki leik með gamla?

„Það hefði verið mjög skemmilegt að ná einum leik með gamla. Við áttum nokkrar æfingar saman en ég var ekki tilbúinn að spila þegar hann var að spila. Svo var hann búinn þegar ég var tilbúinn og þannig var það bara."

Leiðbeint og hrósað - „Á honum mikið að þakka"
Hvað er það svona helst sem Jóhann hefur kennt Davíð tengt fótbolta? Ræða þeir mikið saman um bolta?

„Ég á honum mikið að þakka, hann hefur gengið í gegnum þetta allt sjálfur og býr yfir mikilli reynslu. Hann leiðbeinir mér þegar hann sér að ég get gert hlutina betur og hrósar mér fyrir það sem ég geri vel. Við ræðum fótbolta nánast daglega og förum yfir málin eftir leiki hjá mér."

Myndi að sjálfsögðu skoða Watford ef það kæmi upp
Davíð var fenginn til að hita upp fyrir tímabil Watford tímabilið 2019/2020, faðir hans lék jú með Watford. Á hann, eða hefur hann átt einhvern draum að leika sjálfur í treyju Watford?

„Draumurinn minn er að spila erlendis. Ef Watford myndi vilja fá mig þá myndi ég af sjálfsögðu skoða það," sagði Davíð.

Jóhann var að mála hjá Watford á árunum 1998-2000 og lék níu leiki í ensku úrvalsdeildinni. Hann lék þá átta A-landsleiki á sínum ferli. Tvö mörk skoraði hann með Watford og komu þau bæði gegn Port Vale.

Sjá einnig:
„Tók stórt framfaraskref í þróun minni sem fótboltamaður"
Athugasemdir
banner
banner