Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 09. febrúar 2021 15:30
Magnús Már Einarsson
Mike Dean fær frí um helgina eftir morðhótanir
Mike Dean er einn af reyndari og þekktustu dómurunum í ensku úrvalsdeildinni.
Mike Dean er einn af reyndari og þekktustu dómurunum í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefur samþykkt ósk Mike Dean um að fá frí frá því að dæma leiki í næstu umferð um helgina.

Dean og fjölskylda hans hafa fengið morðhótanir á samfélagsmiðlum undanfarna daga og hann óskaði í kjölfarið eftir að fá frí.

Hinn 52 ára gamli Dean var gagnrýndur um helgina fyrir að reka Tomas Toucek, leikmann West Ham, af velli gegn Fulham.

Þá fékk Dean gagnrýni frá Southampton eftir að hafa dæmt tvo leiki með liðinu að undanförnu, meðal annars 9-0 tapið gegn Manchester United í síðustu viku þar sem hann rak Jan Bendarek af velli.

Rauðu spjöldin hjá Soucek og Bendarek voru bæði dregin til baka eftir áfrýjanir.
Athugasemdir
banner
banner
banner