Nóg af Amorim tengdu slúðri - Arsenal horfir til Bayern - Chelsea horfir til Lecce - Gerrard ætlar að berjast
   fim 09. febrúar 2023 10:42
Hafliði Breiðfjörð
Olav Öby í KR (Staðfest)
Olav Öby er kominn í KR.
Olav Öby er kominn í KR.
Mynd: Fredrikstad

KR hefur bætt við sig leikmanni fyrir Bestu-deild karla í sumar en norski miðjumaðurinn Olav Öby er kominn með leikheimild með liðinu frá og með morgundeginum. Í tilkynningu frá KR kemur fram að Öby skrifar undir tveggja ára samning í Vesturbænum.


Öby er 28 ára og var síðast á mála hjá Fredrikstad í næstefstu deild í Noregi. Samningur hans rann út um áramótin. Hann er réttfættur og spilar oftast á miðri miðjunni. Hann hefur einnig spilað með Sarpsborg, Follo, Strömmen, Kristiansund, Kongsvinger og KFUM Oslo á sínum ferli.

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, sagði frá því í viðtali á dögunum að KR-ingar væru fáliðaðir á miðsvæðinu. Hallur Hansson er meiddur og missir líklega af öllu tímabilinu og Pálmi Rafn Pálmason lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil.

KR er þá áfram að vinna í því að fá Jóhannes Kristin Bjarnason frá Norrköping, félagið er í viðræðum við Venezia um að fá Jakob Franz Pálsson og að reyna fá Benoný Breka Andrésson í sínar raðir.

Komnir
Olav Öby frá Fredrikstad
Luke Rae frá Gróttu

Farnir
Arnór Sveinn Aðalsteinsson í Breiðablik
Beitir Ólafsson hættur
Emil Ásmundsson í Fylki
Kjartan Henry Finnbogason í FH
Pálmi Rafn Pálmason hættur
Þorsteinn Már Ragnarsson hættur


Athugasemdir
banner