Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
   sun 09. febrúar 2025 15:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Elías Rafn mættur aftur - Stórleikur framundan
Mynd: EPA
Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland, er kominn aftur út á völl eftir tæplega tveggja mánaða fjarveru.

Hann var í byrjunarliðinu í gær í æfingaleik liðsins gegn Vejle en þetta var fyrsti leikurinn hans eftir að hann handarbrotnaði í leik gegn Porto í Evrópudeildinni.

Elías kemur til baka á gríðarlega mikilvægum tíma því Midtjylland hefur leik í umspilinu í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.

Andstæðingurinn er Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad, fyrri leikurinn fer fram í Danmörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner