Elías Rafn Ólafsson, markvörður Midtjylland, er kominn aftur út á völl eftir tæplega tveggja mánaða fjarveru.
Hann var í byrjunarliðinu í gær í æfingaleik liðsins gegn Vejle en þetta var fyrsti leikurinn hans eftir að hann handarbrotnaði í leik gegn Porto í Evrópudeildinni.
Elías kemur til baka á gríðarlega mikilvægum tíma því Midtjylland hefur leik í umspilinu í Evrópudeildinni á fimmtudaginn.
Andstæðingurinn er Orri Steinn Óskarsson og félagar í Real Sociedad, fyrri leikurinn fer fram í Danmörku.
Athugasemdir