fim 09. mars 2023 09:47
Elvar Geir Magnússon
Conte á endastöð? - „Til hvers eru þeir að reyna að ná í topp fjóra?“
Frá leiknum í gærkvöldi.
Frá leiknum í gærkvöldi.
Mynd: EPA
Framtíð Harry Kane er í umræðunni.
Framtíð Harry Kane er í umræðunni.
Mynd: EPA
„Það eru engin merki um að hann vilji gera nýjan samning og ekki sterkar vísbendingar um að mikill vilji sé hjá Tottenham að fá hann til að skrifa undir. Það virðist bara tímaspursmál hvenær Conte fer," segir Phil McNulty, yfirmaður fótboltaskrifa hjá BBC.

Antonio Conte hefur aðeins einu sinni komist í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar á stjóraferli sínum, í sex tilraunum. Samningur hans rennur út í sumar og margir telja að hann sé kominn á endastöð hjá félaginu.

Tottenham gerði markalaust jafntefli í seinni leiknum gegn AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær en Milan skoraði eina markið í einvíginu í fyrri leiknum. Eftir lokaflautið heyrðist óánægja stuðningsmanna Tottenham greinilega, það var baulað af krafti eftir lélega frammistöðu.

„Reiði stuðningsmanna Spurs voru áþreifanleg, í leiknum í gær hefði liðið átt að sýna ákefð og hungur til að halda Evrópudraumnum á lífi en annað var uppi á teningnum," segir McNulty.

Til hvers er liðið að reyna að ná topp fjórum?
Peter Crouch, fyrrum sóknarmaður Tottenham, segir að liðið spili ekki samkvæmt hefðum félagsins.

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við segjum þetta, en bestu leikmenn Tottenham eru sóknarmennirnir en þeir fá ekki að njóta sín. Til hvers að reyna að enda í topp fjórum ef þú ætlar að spila svona í Meistaradeildinni? Liðið hefur ekki spilað vel í neinum Meistaradeildarleik sem ég hef séð," segir Crouch.

Framtíð Harry Kane, eins hættulegasta sóknarmanns Evrópuboltans, hefur einnig verið í umræðunni.

„Það hefur verið orðrómur um að Kane gæti hugsað stöðu sína ef Tottenham er ekki í Meistaradeildinni á næsta tímabili. Þessi ósigur gegn Milan dæmdi þennan 29 ára markahróks til annars tímabils án þess að lyfta bikar," segir McNulty.

Þetta segir Conte sjálfur um samningsmálin
„Ég er með samning við Tottenham, ég virði þann samning. Í lok tímabils mun ég ræða við félagið á yfirvegaðan hátt. Sjáum hvernig tímabilið enda. Kannski vilja þeir senda mig burt fyrr? Tottenham veit vel hverjar mínar hugsanir eru og í lok tímabils ræðum við saman og tökum ákvörðun," sagði Conte eftir leikinn í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner