Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 09. mars 2023 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fimm möguleikar fyrir Harry Kane
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: EPA
Kane er í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Kane er í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.
Mynd: EPA
Tottenham féll úr leik í Meistaradeild Evrópu og Harry Kane, fyrirliði Englands, þarf að bíða enn lengur eftir því að vinna titil. Á sínum glæsta ferli hefur hann ekki unnið neitt nema Audi Cup æfingamótið.

Kane á 18 mánuði eftir af samningi sínum og í sumar er kominn tími á mikilvæga ákvörðun hjá honum. Hann er 29 ára, að verða þrítugur, og þarf að taka ákvörðun. Ætlar hann að fara annað í von um að vinna einhverja titla?

Mirror ákvað að taka saman lista yfir fimm mögulega áfangastaði fyrir hann ef Kane ákveður að fara frá Tottenham.

Manchester United
Byrjum á augljósasta kostinum. Manchester United virðist vera kjörinn kostur fyrir Harry Kane en þessi skipti yrðu ekki ósvipuð þeim sem Robin van Persie gerði, einnig 29 ára, frá Arsenal árið 2012. Manchester City eða Liverpool þurfa ekki nýjan framherja og það er útilokað að hann fari til erkifjendann í Norður-London, Arsenal.

Bayern München
Næst á eftir Man Utd í kapphlaupinu er Bayern München, sem hefur rætt um þann möguleika að kaupa Kane líkt og United hefur gert. Eftir að hafa leyft markahróknum Robert Lewandowski að fara til Barcelona síðasta sumar vantar þýska stórliðinu nýjan framherja.

Real Madrid
Annar evrópskur risi sem þarf að fara að skoða framherjastöðuna hjá sér. Karim Benzema verður 36 ára á næstu leiktíð og það er sanngjarnt að segja að Frakkinn geti ekki haldið uppi sóknarleiknum á Santiago Bernabeu mikið lengur. Los Blancos - þetta titlaóða félag - þarf að finna arftaka fyrir hann.

Newcastle
Félag sem vonast til að ná stöðu Evrópurisa einn daginn er Newcastle. Með allan þann pening sem þarf til að taka stökkið, þá þarf Newcastle núna á fleiri hæfileikaríkum leikmönnum að halda. Það er ljóst að liðið þarf að skora mörk og það er eitthvað sem Kane getur fært þér.

Chelsea
Það sem Todd Boehly vill, það fær hann. Eigandi Chelsea hefur þegar eytt nærri 600 milljónum punda í nýja leikmenn síðan hann tók við eignarhaldinu í maí á síðasta ári. Eins og Newcastle, þá vantar Chelsea einhvern til að koma boltanum yfir línuna en það verður erfitt fyrir Kane að fara þangað þar sem rígurinn á milli Chelsea og Spurs er mjög mikill.
Athugasemdir
banner
banner
banner