Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   fim 09. mars 2023 15:30
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Guardian 
Mount mættur á óskalista Man Utd
Guardian greinir frá því að Manchester United hafi bætt enska sóknarmiðjumanninum Mason Mount hjá Chelsea á óskalista sinn.

United hefur áhuga á Jude Bellingham sem hinsvegar gæti reynst of dýr ef Erik ten Hag eyðir meginhluta fjármagnsins sem hann hefur í sóknarmanninn Harry Kane.

Ten Hag vill sóknarmann úr efstu skúffu og hafa Kane hjá Tottenham og Victor Osimhen hjá Napoli verið orðaðir við Rauðu djöflana.

Talið er að Kane kunni að vilja takast á við nýja áskorun en það yrði strembið fyrir United að landa honum. Tottenham myndi setja háan verðmiða og þýska stórliðið Bayern München vill fá hann.

Samningur Mount við Chelsea rennur út sumarið 2024 og hann hefur hafnað tilboðum um nýjan samning. Hann yrði talsvert ódýrari kostur en Bellingham en Borussia Dortmund vill að minnsta kosti 100 milljónir punda fyrir hann.

Félögum sem hafa áhuga á að kaupa Mount fjölgar en hann hefur meðal annars verið orðaður við Liverpool og Juventus.
Athugasemdir
banner