Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. mars 2023 11:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúrik alls ekki hrifinn af leikmanni Tottenham - „Bara djók þessi leikmaður"
Skipp í leiknum í gær.
Skipp í leiknum í gær.
Mynd: EPA
Fyrrum landsliðsmaðurinn Rúrik Gíslason lýsti í gær leik Tottenham og AC Milan í Meistaradeildinni ásamt Gunnari Ormslev. Leikurinn var sýndur á Viaplay og endaði leikurinn með markalausu jafntefli sem kom Milan áfram í 8-liða úrslitin.

Rúrik fannst alls ekki mikið til Oliver Skipp koma. Skipp hefur verið í stóru hlutverki hjá Tottenham eftir meiðsli Rodrigo Bentancur.

„Hann er að kóróna „frábæran" leik sinn í dag. Þetta er bara djók þessi leikmaður," sagði Rúrik í uppbótartíma og hló. „Hann er ekki búinn að eiga sinn besta dag, ég er tilbúinn að taka undir það," sagði Gunnar.

Eftir leik bætti Rúrik nokkrum orðum við um miðjumanninn. Þetta voru þriðju slæmu úrslit Tottenham í röð, liðið er úr leik í enska bikarnum og í Meistaradeildinni en þó áfram í Meistaradeildarsæti í úrvalsdeildinni.

„Þetta lítur alls ekki vel út, ég verð að segja að gæðin í sumum leikmönnum, ég kom inná það hérna áðan með Skipp. Þetta er miðjumaður, ég sé ekki hvað hann á að koma með að borðinu. Holningin, hreyfingarnar hans, hann lítur ekki út eins og Tottenham leikmaður," sagði Rúrik.

Einkunnir leikmanna Tottenham að mati Sky Sports:
Byrjunarlið: Forster (7), Skipp (5), Hojbjerg (5), Son (5), Kane (6), Emerson (5), Perisic (4), Romero (3), Kulusevski (4), Davies (5), Lenglet (5).

Varamenn: Porro (6), Richarlison (6).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner