Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 09. apríl 2020 09:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ferdinand: Gat oft ekki sofið vegna mistakanna gegn Barca
Mynd: Getty Images
Manchester United mætti Barcelona í úrslitlaieik Meistaradeildarinnar 2009. United komst í úrslit þrisvar sinnum á fjórum árum og mætti í tvígang Barcelona.

Í Róm árið 2009 sigraði Barcelona 2-0. Það var lokaleikur Cristiano Ronaldo hjá United en hann var seldur til Real Madrid það sumarið. Ferdinand ræddi leikinn og sérstaklega seinna mark Barcelona á BT Sport í vikunni.

„Það voru margar nætur þar sem ég svaf ekki vegna mistakanna," sagði Ferdinand en hann misreiknaði fyrirgjöf Xavi sem Lionel Messi kom í netið.

„Ég veðjaði að Xavi gæti ekki komið boltanum yfir mig úr þessari fjarlægð og þess vegna er ég glaður að ég veðja almennt ekki."

„Gegn verri leikmönnum geturu veðjað á svona augnablikum en gegn gæðum er þér refsað."

„Við unnum Barcelona í undanúrslitum 2008 en þetta voru okkar banar næstu ár, unnu okkur tvisvar í úrslitaleiknum. Þetta var besta lið sem sett hefur verið saman. Á Wembley (2011) voru þeir óstöðvandi og við vorum ekki upp á okkar besta."

„Þeir voru í allt öðrum gæðaflokki og hefðu unnið hvaða lið sem er á þeim tímapunkti."

Athugasemdir
banner
banner