banner
   fös 09. apríl 2021 16:14
Magnús Már Einarsson
Forgangsmál að koma íþróttum aftur af stað
Úr leik í Pepsi Max-deildinni.
Úr leik í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lilja Alfreðsdóttir, Mennta og menningarmálaráðherra, segir frá því á Facebook í dag að forgangsmál sé hjá stjórnvöldum að koma íþrótta- og æskulýðstarfi aftur af stað.

Keppni hefur legið niðri síðan 24. mars og æfingar í meistaraflokki hafa verið háðar takmörkunum.

Núverandi sóttvarnarreglur gilda til 15. apríl en Lilja segir að markmiðið sé að íþróttastarf geti hafist samhliða sóttvarnarráðstöfunum.

Pistill Lilju
Það er forgangsmál hjá stjórnvöldum að koma íþrótta- og æskulýðstarfi af stað enda er um mikilvægt lýðheilsumál að ræða. Það er brýn þörf á að virkja iðkendur og tryggja samfellu í æfingum íþróttafólks.

Nú er markmiðið að íþróttastarf geti hafist samhliða sóttvarnarráðstöfunum. Fram hefur komið að mikil þörf er á að fyrirsjáanleiki aukist um hvernig skipulagi verði háttað. Mikilvægt er að samræmi sé í takmörkunum í skólastarfi og íþrótta- og æskulýðsstarfi ásamt því að tryggja að skipulag íþróttastarfs sé sambærilegt í alþjóðlegu samhengi, eins og frekast er unnt.

Við í Mennta- og menningarmálaráðuneytinu höfum í samstarfi við heilbrigðisráðuneytið og sóttvarnalækni unnið að því að undirbúa að umrædd starfsemi geti hafist við fyrsta tækifæri.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner