Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   mið 09. apríl 2025 18:41
Ívan Guðjón Baldursson
Sannfærðir um að landa Trent Alexander-Arnold
Mynd: EPA
Sky Sports greinir frá því að stjórnendur Real Madrid séu svo gott sem sannfærðir um að Trent Alexander-Arnold, hægri bakvörður Liverpool, muni samþykkja samningstilboð og skipta yfir í spænska boltann á frjálsri sölu í sumar.

Liverpool vill halda bakverðinum sínum en ýmislegt bendir til þess að hann sé á leið til Real Madrid, meðal annars heimildir Sky innan herbúða félagsins.

Real Madrid ber skylda að tilkynna til Liverpool þegar samkomulag næst við Alexander-Arnold, sem verður samningslaus í lok júní.

Mohamed Salah og Virgil van Dijk, sem voru einnig að fara að renna út á samning í sumar, virðast hins vegar nálægt því að skrifa undir hjá verðandi Englandsmeisturum samkvæmt heimildum Sky úr herbúðum Liverpool.
Athugasemdir