Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
   sun 09. maí 2021 15:29
Aksentije Milisic
Greenwood bætti met Rooney í dag
Mynd: EPA
Mason Greenwood, leikmaður Manchester United, skoraði annað mark liðsins í dag í 3-1 sigrinum gegn Aston Villa.

Greenwood átti góðan leik og var líflegur í sóknarlínu Manchester United. Hann kom United yfir í síðari hálfleiknum með smekklegu marki.

Hann fór þá illa með Tyrone Mings, varnarmann Aston Villa, áður enn hann þrumaði knettinum í nærhornið. Hann var síðan tekinn af velli fyrir Edinson Cavani sem skoraði þriðja mark United.

Þetta mark hjá Greenwood var númer 16 fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur nú bætt met Wayne Rooney yfir flest mörk skoruð fyrir United sem táningur.

Greenwood er 19 ára gamall en hann verður tvítugur þann 1. október.


Athugasemdir