
Lestu um leikinn: Ægir 0 - 1 ÍA
Það voru færi á báða bóga á tímabili, bæði liðin fengu færi og Árni Marínó var frábær í dag ásamt vörninni allri og mér fannst sóknarleikur okkar líka beittur og góður nánast allan leikinn. Bæði liðin hefðu getað skorað og það hefðu geta komið fleiri mörk í þennan leik en á endanum fannst mér þetta sanngjarn sigur. Verðskuldaður og kærkominn.
Þetta er ekki byrjunin á mótinu sem ætluðum okkur. Við ætluðum okkur að vera komin með fleiri stig á þessum tímapunkti, það er alveg klárt. Auðvitað, þetta skiptir menn máli og þetta er búið að vera þungt en allt hrós á strákana.
Þetta er gríðarlega erfiður völlur til að koma á og þó að Ægir sé ennþá að leita að fyrsta sigrinum að þá held ég að það sé mjög stutt í hann, þetta er hörkulið eins og þessi deild er að spilast. Hún er mjög jöfn og það er ekkert gefið neinsstaðar.
Nánar er rætt við Jón Þór hér að ofan, meðal annars um nærveru Sigga Jóns á bekknum hjá ÍA og meiðsli leikmanna.