Klopp hefur áhuga á Malen - Hvert fer Osimhen? - Juventus leitar að manni í stað Pogba - Man Utd og Chelsea berjast um brasilískan miðjumann
Besti þátturinn - Tveir fyrrum leikmenn Valerenga mætast
Haraldur Freyr: Sorglegt
Raggi Sig: Mikill léttir
Atli Arnars: Eins og það sé erfitt fyrir dómara að dæma tvö víti fyrir sama lið í leik
Ómar Ingi: Ætluðum að klára þessa fallbaráttu sem við einhvernvegin skráðum okkur í
Rúnar Páll ósáttur með dómgæsluna: Bara hlægilegt, so sorry
Emil Atla um markametið: Þetta væri stórt afrek
Arnar: Á eftir að skamma Sölva fyrir þetta
Heimir um Kjartan Henry: Ótrúlegt að fjölmiðlar hafi ekki fjallað um þetta
Rúnar Kristins: Þarft að hitta á samherja þegar þú ert að sparka boltanum á milli
Niko: Ef við vinnum síðustu tvo leikina þá er stigametið komið til að vera
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Jökull: Hann hefur allt til þess að spila fyrir íslenska landsliðið
Patrick Pedersen: Finn ekkert til lengur
Óskar Hrafn: Erum að berjast fyrir lífi okkar
Elmar Atli: Það er besta tilfinning sem fótboltamaður fær
Davíð Smári: Þá hugsa ég að ég hefði ekki verið ráðinn
Magnús Már: Tveir sigrar og markatalan 5-1 í þessu nýja móti
Aron Elí: Það hafði enginn trú á okkur lengur
Hjammi hitar upp fyrir 50 milljóna króna leikinn - Sjáðu bikarinn sem barist er um
   fös 09. júní 2023 21:38
Matthías Freyr Matthíasson
Jón Þór: Það þarf að fagna sigrum þegar þeir koma
Lengjudeildin
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Heldur betur, það þarf að fagna sigrunum þegar þeir koma. Það er búið að vera mikil pressa á liðinu og þetta hefur verið þungt og við erum særðir sagði Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA eftir 0 -1 sigur á Ægi í Þorlákshöfn í kvöld og augljóst var að sigurinn skipti miklu máli fyrir Skagamenn sem fögnuðu duglega í leikslok.

Lestu um leikinn: Ægir 0 -  1 ÍA

Það voru færi á báða bóga á tímabili, bæði liðin fengu færi og Árni Marínó var frábær í dag ásamt vörninni allri og mér fannst sóknarleikur okkar líka beittur og góður nánast allan leikinn. Bæði liðin hefðu getað skorað og það hefðu geta komið fleiri mörk í þennan leik en á endanum fannst mér þetta sanngjarn sigur. Verðskuldaður og kærkominn.

Þetta er ekki byrjunin á mótinu sem ætluðum okkur. Við ætluðum okkur að vera komin með fleiri stig á þessum tímapunkti, það er alveg klárt. Auðvitað, þetta skiptir menn máli og þetta er búið að vera þungt en allt hrós á strákana.

Þetta er gríðarlega erfiður völlur til að koma á og þó að Ægir sé ennþá að leita að fyrsta sigrinum að þá held ég að það sé mjög stutt í hann, þetta er hörkulið eins og þessi deild er að spilast. Hún er mjög jöfn og það er ekkert gefið neinsstaðar.

Nánar er rætt við Jón Þór hér að ofan, meðal annars um nærveru Sigga Jóns á bekknum hjá ÍA og meiðsli leikmanna. 


Athugasemdir
banner
banner