Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
   fös 09. júní 2023 11:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Willum mættur í landsliðið: Fannst vera kominn tími til
Icelandair
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður stefnir alltaf að þessu, að fá kallið og vera í hópnum," segir Willum Þór Willumsson sem er mættur í hópinn hjá A-landsliðinu fyrir mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumótsins.

Willum, sem er 24 ára gamall, var lykilmaður í U21 landsliðinu sem fór á Evrópumótið 2021 en hann hefur hingað til ekki fengið tækifærið með A-landsliðinu. Hann á einn leik að baki en það var vináttulandsleikur gegn Eistlandi árið 2019.

„Mér fannst vera kominn tími til (að fá kallið) og ég er mjög sáttur," segir Willum. „Það er fullt af góðum leikmönnum frá Íslandi og alltaf heiður að fá kallið. Þetta er mjög skemmtilegur hópur og allir mjög léttir."

Það hefur nokkuð verið kallað eftir því síðustu mánuði að Willum verði kallaður upp í A-landsliðið og núna er það orðin raunin. Fannst honum eiga skilið að fá tækifæri fyrr?

„Ég hef verið óheppinn með meiðsli á ákveðnum tímapunktum. Ég hef oft verið meiddur í kringum landsleikjahléin. Það hefur verið einu sinni eða tvisvar þar sem ég bjóst við kallinu en ekki fengið það. Það er bara eins og það er."

Það eru framundan mikilvægir leikir í undankeppni EM gegn Slóvakíu og Portúgal. „Slóvakíuleikurinn er sérstaklega mikilvægur leikur fyrir okkur og ég finn að menn eru peppaðir fyrir honum. Ég held að það verði mjög gaman að spila þessa leiki," sagði Willum en hann er tilbúinn að taka við hvaða hlutverki sem er í landsliðinu.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Willum ræðir um tímabilið sitt í Hollandi en hann er leikmaður Go Ahead Eagles í úrvalsdeildinni þar í landi.

Sjá einnig:
Hreifst mjög af Willum eftir að hafa séð hann spila gegn Ajax
Athugasemdir
banner