Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   fös 09. júní 2023 11:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Willum mættur í landsliðið: Fannst vera kominn tími til
Icelandair
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður stefnir alltaf að þessu, að fá kallið og vera í hópnum," segir Willum Þór Willumsson sem er mættur í hópinn hjá A-landsliðinu fyrir mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumótsins.

Willum, sem er 24 ára gamall, var lykilmaður í U21 landsliðinu sem fór á Evrópumótið 2021 en hann hefur hingað til ekki fengið tækifærið með A-landsliðinu. Hann á einn leik að baki en það var vináttulandsleikur gegn Eistlandi árið 2019.

„Mér fannst vera kominn tími til (að fá kallið) og ég er mjög sáttur," segir Willum. „Það er fullt af góðum leikmönnum frá Íslandi og alltaf heiður að fá kallið. Þetta er mjög skemmtilegur hópur og allir mjög léttir."

Það hefur nokkuð verið kallað eftir því síðustu mánuði að Willum verði kallaður upp í A-landsliðið og núna er það orðin raunin. Fannst honum eiga skilið að fá tækifæri fyrr?

„Ég hef verið óheppinn með meiðsli á ákveðnum tímapunktum. Ég hef oft verið meiddur í kringum landsleikjahléin. Það hefur verið einu sinni eða tvisvar þar sem ég bjóst við kallinu en ekki fengið það. Það er bara eins og það er."

Það eru framundan mikilvægir leikir í undankeppni EM gegn Slóvakíu og Portúgal. „Slóvakíuleikurinn er sérstaklega mikilvægur leikur fyrir okkur og ég finn að menn eru peppaðir fyrir honum. Ég held að það verði mjög gaman að spila þessa leiki," sagði Willum en hann er tilbúinn að taka við hvaða hlutverki sem er í landsliðinu.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Willum ræðir um tímabilið sitt í Hollandi en hann er leikmaður Go Ahead Eagles í úrvalsdeildinni þar í landi.

Sjá einnig:
Hreifst mjög af Willum eftir að hafa séð hann spila gegn Ajax
Athugasemdir
banner