Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fös 09. júní 2023 11:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Willum mættur í landsliðið: Fannst vera kominn tími til
Icelandair
Willum Þór Willumsson.
Willum Þór Willumsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Maður stefnir alltaf að þessu, að fá kallið og vera í hópnum," segir Willum Þór Willumsson sem er mættur í hópinn hjá A-landsliðinu fyrir mikilvæga leiki í undankeppni Evrópumótsins.

Willum, sem er 24 ára gamall, var lykilmaður í U21 landsliðinu sem fór á Evrópumótið 2021 en hann hefur hingað til ekki fengið tækifærið með A-landsliðinu. Hann á einn leik að baki en það var vináttulandsleikur gegn Eistlandi árið 2019.

„Mér fannst vera kominn tími til (að fá kallið) og ég er mjög sáttur," segir Willum. „Það er fullt af góðum leikmönnum frá Íslandi og alltaf heiður að fá kallið. Þetta er mjög skemmtilegur hópur og allir mjög léttir."

Það hefur nokkuð verið kallað eftir því síðustu mánuði að Willum verði kallaður upp í A-landsliðið og núna er það orðin raunin. Fannst honum eiga skilið að fá tækifæri fyrr?

„Ég hef verið óheppinn með meiðsli á ákveðnum tímapunktum. Ég hef oft verið meiddur í kringum landsleikjahléin. Það hefur verið einu sinni eða tvisvar þar sem ég bjóst við kallinu en ekki fengið það. Það er bara eins og það er."

Það eru framundan mikilvægir leikir í undankeppni EM gegn Slóvakíu og Portúgal. „Slóvakíuleikurinn er sérstaklega mikilvægur leikur fyrir okkur og ég finn að menn eru peppaðir fyrir honum. Ég held að það verði mjög gaman að spila þessa leiki," sagði Willum en hann er tilbúinn að taka við hvaða hlutverki sem er í landsliðinu.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér að ofan þar sem Willum ræðir um tímabilið sitt í Hollandi en hann er leikmaður Go Ahead Eagles í úrvalsdeildinni þar í landi.

Sjá einnig:
Hreifst mjög af Willum eftir að hafa séð hann spila gegn Ajax
Athugasemdir
banner
banner