Tottenham vill Eze - Belgi orðaður við Arsenal - Man Utd í viðræðum um Rabiot
   sun 09. júní 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Rotterdam
Eiginkona þjálfara Hollands glímir við krabbamein
Icelandair
Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands.
Ronald Koeman, landsliðsþjálfari Hollands.
Mynd: Getty Images
Bartina, eiginkona Ronald Koeman landsliðsþjálfara Hollands, hefur greint frá því að hún sé að berjast við krabbamein. Hún segir að þetta muni ekki hafa áhrif á starf eiginmanns síns sem er að búa sig undir EM í Þýskalandi.

Bartina sigraðist á krabbameini fyrir tíu árum en hefur nú sagt frá því að hafa nú greinst með krabbamein í brjósti.

„Brjóstakrabbameinið er komið aftur. Ég vil vera opin með það því þá gæti ég hjálpað öðrum konum sem eru í svipaðri baráttu," segir Bartina.

„Á þriggja til fjögurra vikna fresti þarf ég að vera í meðferð í Amsterdam en ég er sterk kona og get höndlað þetta."

„Ég vona að Holland verði meistari í sumar. Ronald elskar starfið sitt."

Holland leikur vináttulandsleik gegn Íslandi í Rotterdam á morgun en það er síðasti leikur Hollendinga fyrir EM í Þýskalandi. Holland er með Frakklandi, Póllandi og Austurríki í riðli.
Athugasemdir
banner
banner
banner