Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 09. júlí 2020 10:31
Elvar Geir Magnússon
Segir að Salah sé bara að hugsa um gullskóinn
Souness sá ástæðu til að gagnrýna Salah.
Souness sá ástæðu til að gagnrýna Salah.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah átti stórleik í gær, skoraði tvö og lagði upp eitt í 3-1 sigri Liverpool gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni.

Sparkspekingurinn Graeme Souness sá samt ástæðu til að gagnrýna egypska sóknarmanninn eftir leikinn. Souness segir að Salah hafi sýnt of mikla 'sjálfselsku'.

Souness telur að Salah sé of mikið að hugsa um að vinna markakóngstitilinn þriðja tímabilið í röð. Hann er nú kominn með 19 mörk og er þremur mörkum á eftir Jamie Vardy hjá Leicester.

Souness segir að Salah hafi farið illa með fjölmörg tækifæri þegar hann gat sent á liðsfélaga sína sem voru í betri stöðum.

„Ég held að gullskórinn sé honum mikilvægur. Þegar líða fór á leikinn þá skaut hann við hvert tækifæri og liðsfélagar hans hafa ekki verið ánægðir með hann í tveimur til þremur tilfellum," segir Souness.

„Hann er alltaf sjálfselskur en í þessum leik var hann ótrúlega sjálfselskur. Hann er bara að hugsa um gullskóinn."

Salah hefur komið að 100 mörkum í ensku úrvalsdeildinni með beinum hætti, 73 mörk skoruð og 27 stoðsendingar.
Athugasemdir
banner
banner