Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 09. júlí 2021 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hjulmand: Skiptingarnar voru ekki taktískar
Mynd: Getty Images
Kasper Hjulmand hefur unnið hugi og hjörtu danskra landsmanna eftir frammistöðu danska landsliðsins á Evrópumótinu alls staðar.

Danir komust alla leið í undanúrslit en töpuðu þar gegn sterkara liði Englendinga. Sigurmarkið var þó afar umdeilt þar sem flestir eru á því máli að dómurinn hafi einfaldlega verið rangur. Hjulmand er einn þeirra og hefur gagnrýnt dóminn harkalega.

„Ég finn fyrir mikilli biturð eftir þetta. Það er fáránlegt að detta út með þessum hætti. Kolrangur vítaspyrnudómur hafði úrslitaáhrif á þennan mikilvæga leik, auðvitað er ég pirraður. Það veit enginn hvað hefði getað gerst ef staðan hefði verið jöfn áfram," sagði Hjulmand meðal annars um dóminn.

Grípa þurfti til framlengingar og virtust Danir gríðarlega þreyttir. Hjulmand gerði í heildina sex skiptingar í leiknum en viðurkenndi að leikslokum að engin þeirra hafi verið taktísk. Á síðustu 23 mínútum venjulegs leiktíma var Hjulmand neyddur til að gera fimm skiptingar.

„Ég var neyddur í fyrstu fimm skiptingarnar, engin þeirra var taktísk. Leikmenn sem ég tók útaf voru annað hvort meiddir eða í miklum erfiðleikum. Ég hafði ekkert val."

Hjulmand gerði þrefalda skiptingu á 67. mínútu, þar sem hann tók meðal annars Kasper Dolberg af velli fyrir miðjumanninn Christian Norgaard. Yussuf Poulsen kom einnig inn fyrir markaskorarann Mikkel Damsgaard og Daniel Wass tók stöðu Jens Stryger-Larsen í hægri bakverði.

Undir lokin þurftu Joachim Andersen og Mathias Jensen að koma inn fyrir Andreas Christensen og Tom Delaney.

Til samanburðar gerði Gareth Southgate aðeins eina skiptingu í venjulegum leiktíma og svo þrjár í framlengingunni.
Athugasemdir
banner
banner