Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 09. júlí 2021 20:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segja það frágengið að Birkir Jakob fari til Atalanta
Birkir Jakob Jónsson.
Birkir Jakob Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Birkir Jakob Jónsson er kominn til ítalska stórliðsins Atalanta samkvæmt Tuttomercatoweb.

Birkir Jakob fór á reynslu til Atalanta í byrjun júní og hafa verið þreifingar á milli félaganna.

Birkir Jakob Jónsson er fæddur árið 2005 og kom við sögu í einum leik í Lengjubikarnum í vetur. Hann er uppalinn hjá Fram, fór til Fylkis fyrir sumarið 2019 en gekk svo í raðir Breiðabliks í vetur.

Birkir hefur verið viðloðandi U15 og U16 landslið Íslands og þykir mjög efnilegur.

Atalanta hefur ekki enn staðfest félagaskiptin opinberlega en ljóst er að þetta er spennandi skref, ef satt er.

Birkir verður ekki eini Íslendingurinn hjá Atalanta ef hann fer þangað. Óliver Steinar Guðmundsson fór frá Haukum til Atalanta fyrr á þessu ári.

Aðallið Atalanta hefur verið að gera mjög flotta hluti á Ítalíu á síðasta ári, verið í toppbaráttu og í Meistaradeildinni.

Sjá einnig:
Nýr markaður fyrir íslensku félögin sem borgar betur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner