Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. júlí 2021 15:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Watford krækir í Joshua King og tvo aðra (Staðfest)
Etebo í baráttunni við Birki Má Sævarsson á HM í Rússlandi.
Etebo í baráttunni við Birki Má Sævarsson á HM í Rússlandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Watford krækti í þrjá leikmenn í dag fyrir komandi átök í ensku úrvalsdeildinni. Peter Etebo er kominn á láni út tímabilið frá Stoke, Dapo Mebude er kominn frá Rangers og Joshua King er komin á frjálsri sölu.

King var samningslaus eftir hálft ár hjá Everton þar sem hann fékk ekki mörg tækifæri. Hann er 29 ára Norðmaður sem á að baki 54 landsleiki. Hann var á sínum tíma á mála hjá Manchester United.

Mebude er nítján ára framherji sem kemur frá Rangers og skrifar hann undir tveggja ára samning. Hann er fæddur í London en hefur spilað með yngri landsliðum Skotlands.

Etebo er 25 ára Nígeríumaður sem hefur verið á mála hjá Stoke frá árinu 2018. Hann er miðjumaður sem á að baki 38 A-landsleiki.

Watford endaði í 2. sæti Championship-deildarinnar síðasta vetur og snýr aftur í úrvalsdeildina eftir eins árs fjarveru.

Áður hafði Watford fengið þá Imran Louza, Kwadwo Baah, Mattie Pollock, Ashley Fletcher, Danny Rose og Emmanuel Dennis í sumar.


Athugasemdir
banner
banner