Everton ætlar að fá Chukwueze - Man Utd reynir að sannfæra Davies - Arsenal gæti fengið Vlahovic á góðu verði
   þri 09. júlí 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Undirskriftalisti til að stöðva söluna á De Ligt
Mynd: EPA
Manchester United er að reyna að kaupa hollenska miðvörðinn Matthijs de Ligt frá FC Bayern.

Þýska stórveldið er talið vera reiðubúið til að selja leikmanninn fyrir 50 milljónir evra, eða rétt rúmlega 42 milljónir punda, en þetta eru stuðningsmenn Bayern ekki ánægðir með.

Rúmlega 60,000 manns hafa skrifað nafn sitt á undirskriftalista til að biðla til stjórnar FC Bayern að selja ekki leikmanninn.

Stuðningsfólk telur De Ligt vera einn af bestu varnarmönnum félagsins og er honum sérstaklega hrósað fyrir framúrskarandi þroska og fagmannlegt hugarfar. Hann er aðeins 24 ára gamall og á framtíðina fyrir sér.

De Ligt var í baráttu við Dayot Upamecano, landsliðsmann Frakklands, og Kim Min-jae, landsliðsmann Suður-Kóreu, um byrjunarliðssæti hjá Bayern á síðustu leiktíð.

Þá er Bayern þegar búið að kaupa japanska miðvörðinn Hiroki Ito frá Stuttgart og er félagið einnig í viðræðum við Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen um kaup á Jonathan Tah, sem er sagður hafa mikinn áhuga á skiptunum.
Athugasemdir
banner