Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 09. ágúst 2020 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Finnur til með Lewis - Tsimikas skrifar undir til 2025
Max Aarons og Jamal Lewis, bakverðir Norwich.
Max Aarons og Jamal Lewis, bakverðir Norwich.
Mynd: Getty Images
James Pearce, sem fjallar um Liverpool fyrir The Athletic, segist finna mjög til með bakverðinum Jamal Lewis.

Lewis, sem er 22 ára og á mála hjá Norwich, var sterklega orðaður við Liverpool sem er í leit að vinstri bakverði. Liverpool gerði tíu milljón punda tilboð í hann en Norwich var ekki tilbúið að svara símanum nema fyrir 20 milljónir punda að minnsta kosti.

Liverpool var ekki tilbúið að borga það og er núna að ganga frá kaupum á gríska bakverðinum Kostas Tsimikas frá Olympiakos.

„Ég finn til með Jamal Lewis. Hann vildi ólmur koma til Liverpool og hefði verið frábær viðbót við hópinn, en það var of mikið bil á milli Norwich og Liverpool," sagði Pearce.

Fabrizio Romano, sem veit allt þegar kemur að félagaskiptum, segir að Tsimikas sé á leið til Englands og muni skrifa undir samning við Liverpool til 2025.


Athugasemdir
banner
banner
banner