Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 09. ágúst 2020 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp gat ekki hætt að gráta þegar titillinn var í hús
Magnaður.
Magnaður.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var mjög tilfinningaríkur þegar Liverpool tryggði sér enska meistaratitilinn nýverið. Liverpool vann sinn fyrsta Englandsmeistaratitil í 30 ár og því skiljanlegt að tilfinningarnar hafi borðið Klopp ofurliði.

Lengi var það augljóst í hvað stefndi. Liverpool var með afgerandi forskot lengi vel, en titillinn var tryggður þegar Chelsea vann Man City þann 25. júní.

„Það var eitt af mínum bestu augnablikum í fótboltanum þrátt fyrir að ég hafi ekki verið á vellinum," segir Klopp í nýrri heimildarmynd um afrek Liverpool.

„Þú veist aldrei hvernig tilfinning verður fyrir fram. Þetta var alger gleði. Mikill léttir sekúndu síðar og svo byrja ég að gráta. Ég hringdi í Ulla (eiginkonu sína). Ég hringdi í fjölskylduna mína tíu sekúndum áður en leikurinn kláraðist og sagði: 'Ég elska ykkur öll'. Svo setti ég símann á borðið og sagði: 'Hafið kveikt á símanum svo þið sjáið hvað gerist hérna'."

„Svo vildi ég tala við Ulla en ég gat það ekki. Hún var í símanum en ég grét bara. Ég hef aldrei verið í þeirri stöðu í lífinu að ég hef ekki getað hætt að gráta, fyrr en þarna."

Leikmenn og starfsmenn Liverpool komu sér fyrir á hóteli til að horfa á leikinn og þar var fagnað. „Ég fór í nokkrar mínútur upp í herbergi því ég vildi ekki sýna öllum að ég væri hágrátandi."

Pressan er mikil þegar þú ert stjóri Liverpool og Klopp telur að þarna hafi þungu fargi verið létt af sér. Það hafi verið ástæðan fyrir fyrir því að hann grét mikið. „Þetta var mjög sérstakt augnablik."

Næsti leikur Liverpool er um Samfélagsskjöldinn gegn Arsenal þann 29. ágúst næstkomandi.

Liverpool er ríkjandi Englands-, Evrópu og Heimsmeistari félagsliða með hinn magnaða Klopp við stjórnvölinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner