Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 09. ágúst 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sögusagnir um Ronaldo vilji fara frá Juventus
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Sögusagnir eru á kreiki um að Cristiano Ronaldo vilji yfirgefa Ítalíumeistara Juventus og ganga í raðir franska stórliðsins Paris Saint-Germain.

Franski fjölmiðillinn Foot Mercato fjallar um það að portúgalska ofurstjarnan sé að hugsa um að yfirgefa Juventus.

Enn fremur kemur fram að Jorge Mendes, umboðsmaður hins 35 ára gamla Ronaldo, muni funda með Leonardo, yfirmanni knattspyrnumála hjá PSG, í Lissabon á næstu dögum. PSG verður í Lissabon að taka þátt í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Juventus er ekki í 8-liða úrslitunum eftir að félagið féll úr leik gegn Lyon í síðustu viku.

Maurizio Sarri var rekinn úr starfi sínu sem knattspyrnustjóri Juventus í gær og Andrea Pirlo ráðinn í hans stað. Það er fyrsta þjálfarastarf Pirlo fyrir utan það að hann var ráðinn þjálfari U23 liðs Juventus í lok síðasta mánaðar.

Ronaldo kom til Juventus fyrir tveimur árum frá Real Madrid og á hann enn eftir tvö ár af samningi sínum.


Athugasemdir
banner
banner
banner