Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 09. ágúst 2020 17:30
Aksentije Milisic
Solskjær gefur í skyn að Pogba skrifi undir nýjan samning
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, hefur gefið það í skyn að miðjumaðurinn Paul Pogba muni skrifa undir nýjan samning hjá félaginu.

Pogba var mikið frá vegna meiðsla á þessu tímabili en hann hefur hins vegar komið öflugur inn í liðið eftir að tímabilið fór af stað á ný.

Pogba hefur reglulega verið orðaður burt frá United og þar hafa verið nefnd lið á borð við Real Madrid, Juventus og PSG sem næsti áfangastaður. Pogba á minna en eitt ár eftir af samningi sínum hjá United.

„Það sem Paul sagði áður, er í fortíðinni. Hann hefur verið mjög ánægður eftir að hann kom til baka á völlinn. Hann er að spila vel og hefur æft af fullum krafti," sagði Ole.

„Á næstu árum munum við sjá það besta frá Pogba og ég hlakka til að sjá hann vaxa hjá þessu liði. Hann mun þurfa að vera leiðtogi hér. Hann er einungis 27 ára gamall og á bestu árin eftir."

Manchester United mætir FCK í Evrópudeildinni á morgun.
Athugasemdir
banner
banner