Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 09. ágúst 2022 22:52
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: Ýmir óstöðvandi á toppnum
Arian Ari skoraði í sigri Ýmis.
Arian Ari skoraði í sigri Ýmis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Ýmir 2 - 1 Hamar
1-0 Birkir Blær Laufdal Kristinsson ('5)
2-0 Arian Ari Morina ('40)
2-1 Sören Balsgaard ('63)


Ýmir er búinn að vinna D-riðil fjórðu deildarinnar og hafði betur gegn Hamri í toppslag í kvöld.

Birkir Blær Laufdal Kristinsson og Arian Ari Morina skoruðu mörk Ýmis í fyrri hálfleik og gerði Sören Balsgaard eina mark Hvergerðinga eftir leikhlé.

Ýmir er með 37 stig eftir 14 umferðir, ellefu stigum fyrir ofan næstu lið sem eru Hamar og GG.

Golfklúbbur Grindavíkur á leik til góða á Hamar í baráttunni um annað sætið en á eftir að mæta Ými í lokaumferðinni. Hamar er með talsvert betri markatölu heldur en GG í baráttunni um 2. sætið.


4. deild karla - D-riðill
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner
banner