Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   þri 09. ágúst 2022 15:48
Fótbolti.net
Hver mun stýra Val á næsta tímabili?
Ólafur Jóhannesson.
Ólafur Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Bo Henriksen.
Bo Henriksen.
Mynd: Getty Images
Ólafur Jóhannesson hefur kveikt Evrópuvonir hjá Valsmönnum með stigasöfnunni að undanförnu. Ólafur var ráðinn aftur til Valsmanna og samdi út tímabilið.

Sérfræðingar Innkastsins telja ekki líklegt á að Ólafur geri nýjan samning og verði áfram með Val á næsta tímabili.

„Ég ætla að vona ekki. Ég tel að Valur þurfi að gera eitthvað nýtt, stokka upp í þessu. Óli Jó hefur gert frábæra hluti á mörgum stöðum en ég vil sjá Val horfa til framtíðar í stað þess að fara í sama kapalinn aftur og aftur," segir Sverrir Mar Smárason.

„Það er gott 'redemption' fyrir Óla, eftir að hafa verið rekinn frá FH, að gera flotta hluti með Val. Ef þetta heldur svona áfram þá enda þeir í Evrópu og þá getur Óli borið höfuðið hátt, sem hann reyndar gerir sama hvað, og gengið stoltur frá borði sama þó honum verði ekki boðinn nýr samningur," segir Magnús Haukur Harðarson.

En hver er líklegastur til að taka við Valsliðinu?

„Tæknilegur ráðgjafi ÍBV (Heimir Hallgrímsson) er fyrsti maður á blaði held ég. Hann er stærsta nafnið," segir Magnús.

„Af hverju ætti það samt að vera? Heimir hefur í raun aldrei spilað neitt annað en passífan varnarbolta með liðin sín. Er það eitthvað sem Valur ætti að sækjast í? Þeir þurfa að leggjast yfir hvað þeir ætla að standa fyrir, hvað þeir ætla að verða og ráða þjálfara eftir því," segir Sverrir.

Gæti Valur leitað út fyrir landsteinana?

„Þegar Midtjylland rak Bo Henriksen um daginn, sem er fyrrum leikmaður Vals, hugsaði ég hvort hann væri einhver sem Valur myndi prófa að hringja í," segir Elvar Geir Magnússon og nefnir einnig Milos Milojevic.

Sverrir Mar telur að líklegastur sem næsti þjálfari Vals sé Arnar Grétarsson sem nú heldur um stjórnartaumana hjá KA.

„Ég myndi setja minn pening á Arnar Grétarsson, ég held að hann passi best fyrir Val eins og staðan er núna," segir Sverrir.
Innkastið - Bestu liðin hiksta og FHallbaráttan harðnar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner