Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 09. ágúst 2022 21:30
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag hafnaði að fá Wijnaldum frá PSG
Mynd: Heimasíða Roma

Manchester United bauðst að fá Georginio Wijnaldum lánaðan frá PSG í sumar en Erik ten Hag knattspyrnustjóri hafnaði því tækifæri og fór Wijnaldum þess í stað til Roma að spila undir stjórn Jose Mourinho.


Man Utd vantar miðjumann og er að ganga frá kaupum á Adrien Rabiot, miðjumanni Juventus og franska landsliðsins. Félagið er enn á höttunum eftir Frenkie de Jong sem virðist þó ekki vilja yfirgefa Barcelona eins og staðan er í dag.

Ten Hag hefur skýrar hugmyndir um leikmennina sem hann vill fá til félagsins og hafa Rauðu djöflarnir krækt í Lisandro Martinez, Tyrell Malacia og Christian Eriksen í sumar. Ekki hefur gengið jafn vel að ná í Antony og De Jong af mismunandi ástæðum.

Ten Hag vill fá sóknarmann í leikmannahópinn og gæti Memphis Depay verið lausnin. Hann er í viðræðum við Barcelona um starfslokasamning og gæti því snúið aftur í herbúðir Man Utd eftir fimm ára fjarveru. 

Memphis er 28 ára gamall og skoraði 12 mörk í 28 deildarleikjum með Barcelona á síðustu leiktíð. Hann á 42 mörk í 80 landsleikjum með Hollandi og gæti verið lausnin í augum Ten Hag.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner