
Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, mætti á hækjum á fjölmiðlafund sem haldinn var í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag. Tilefnið var úrslitaleikur Mjólkurbikarsins sem fram fer á föstudagskvöldið.
„Mér finnst það mjög ólíklegt eins og staðan er í dag," sagði Ásta þegar hún var spurð hvort hún gæti spilað á föstudag.
„Mér finnst það mjög ólíklegt eins og staðan er í dag," sagði Ásta þegar hún var spurð hvort hún gæti spilað á föstudag.
„Ég meiddist á mánudaginn í leiknum á móti Þór/KA, meiddist í ilinni, eins fáránlegt og það hljómar. Það er eins og eitthvað hafi mögulega rifnað eða eitthvað; fékk smell í ilina. Ég er bara að bíða eftir niðurstöðum, veit í raun voða lítið, en ég hef alveg verið betri."
„Ég er búin að pæla mikið í þessu, en ég var svo sem búin að finna smá eymsli vikuna áður en ekkert til að hafa áhyggjur af. Svo gerist eitthvað, eitthvað smellur og eins og er oft með svona íþróttameiðsli, maður veit ekkert og því miður velur maður ekki tímasetningar og svoleiðis. Þetta er bara staðan hjá mér, því miður."
„Spurning hvort ég fari bara í aðra sprautu, hvernig væri það? Eins og ég segi veit ég ekki. En ef við horfum eins hreinskilið og við getum, þá er ég mjög ólíklega að fara spila."
„Ég er búin að vorkenna mér núna í tvo daga, búin með það og nú snýst þetta um liðið; ekki um mig. Ég er mjög spennt fyrir þessum leik og spennt fyrir okkar hönd, erum að fara í þriðja skiptið í röð á Laugardalsvöll. Ég er mjög spennt að fylgjast með leiknum, það er bara allur hópurinn mjög peppaður og ég get ekki beðið."
Sjóaðir Blikar og mikil stemning í Víkingi
Er orðinn vani að fara í bikarúrslitaleikinn? „Við erum allavega orðnar nokkuð sjóaðar í þessu, það er búið að ganga vel, gekk ekki nógu vel í fyrra og planið er að skila bikarnum í Smárann á föstudaginn."
„Við þurfum fyrst og fremst að mæta í leikinn með hausinn rétt stilltann, spila okkar leik. Þær eru mjög samstilltar og öflugar og það er greinilega mikil stemning. Við þurfum að horfa inn á við og nýta okkar reynslu í þessu. Við þurfum að spila okkar besta leik."
Ekki gátum við það í síðustu viku
Blikar eru í toppsæti Bestu en Víkingur er í toppsæti Lengjudeildarinnar. Er einhver hætta á vanmati?
„Alls ekki, það þarf ekki nema bara að kíkja á þeirra leið í þennan úrslitaleik. Þær fara í Kaplakrika og vinna FH þar, ekki gátum við það í síðustu viku. Það er alls ekkert svoleiðis, þetta er bikarleikur og ákveðinn andi og orka yfir bikarleikjum; það getur allt gerst og allt undir. Þetta verður hörkuleikur á milli tveggja mjög góðra liða."
„Þær eru með mjög öfluga leikmenn fram á við, hættulegar, líkamlega sterkar og með mjög öfluga einstkalinga líka sem eru búnir að vera á EM með U19 og fleira. Þær eru sterkt lið sem heild. Fyrst og fremst þurfum við að einbeita okkur að okkur og stilla þessum leik upp eins og okkur hentar best."
Gefur okkur mikið fyrir leikinn á föstudag
Er ánægja með hvernig tímabilið hefur verið til þessa?
„Við erum búin að vera á fínu róli núna og vorum á góðu róli fyrir pásuna. Það byrjaði ekki nógu vel í leiknum eftir pásuna en við núllstilltum okkur eftir þann leik og höfum gert vel í síðustu tveimur leikjum. Á móti Þór/KA fannst mér mjög sterkt að koma til baka, skoruðum fjögur mörk í seinni hálfleik og kláruðum leikinn sannfærandi. Það gefur okkur mikið fyrir þennan leik. Heilt yfir á tímabilinu er ég nokkuð sátt með þetta, erum búin að vera á toppnum og við toppinn til skiptis," sagði Ásta.
Viðtalið í heild má sjá í spilaranum efst. Leikurinn á föstudag hefst klukkan 19:00 og verður hann í beinni textalýsingu hér á Fótbolti.net.
Smelltu hér til að kaupa miða á leikinn
Athugasemdir