Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 09. september 2021 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Blikar í fyrstu riðlakeppnina
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 3 - 0 ZNK Osijek
1-0 Hildur Antonsdóttir ('9 )
2-0 Taylor Marie Ziemer ('10 )
3-0 Agla María Albertsdóttir ('48 )

Lestu um leikinn

Breiðablik er komið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar eftir frábæran sigur á króatíska félaginu Osijek á heimavelli.

Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum ytra en í kvöld byrjuðu Blikar af krafti og komust í tveggja marka forystu snemma leiks.

Hildur Antonsdóttir skoraði fyrst eftir frábæra stungusendingu frá Öglu Maríu Albertsdóttur og tvöfaldaði Taylor Marie Ziemer forystuna með föstu skoti úr vítateigsboganum mínútu síðar.

Blikar voru betri út hálfleikinn og setti Agla María þriðja markið í upphafi síðari hálfleiks eftir góða sendingu frá Tiffany McCarty. Skot Öglu var laust en markvörður Osijek missti knöttinn í netið.

Gestirnir frá Króatíu fengu fín færi en Blikar komust einnig nálægt því að bæta við mörkum og var sigurinn sanngjarn.

Breiðablik tekur því þátt í fyrstu riðlakeppni í sögu Meistaradeildar kvenna!

Dregið verður í riðlakeppnina á mánudaginn.
Athugasemdir
banner
banner
banner