Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. september 2022 14:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool er í vandræðum - „Við skulum bara tala íslensku hérna"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Liverpool hefur ekki farið eins vel af stað á þessu tímabili og þeir hefðu viljað.

Fyrir tímabil var búist við því að þeir yrðu í baráttunni við Manchester City um Englandsmeistaratitilinn en þeir eru nú þegar fimm stigum frá City og sex stigum frá toppnum. Þá töpuðu þeir 4-1 gegn Napoli í fyrsta leik sínum í Meistaradeildinni í vikunni.

„Við skulum bara tala íslensku hérna, þetta er lélegasta byrjun á tímabili hjá Liverpool frá því Klopp tók við," sagði Kristján Atli Ragnarsson, mikill stuðningsmaður Liverpool, í útvarpsþættinum Fótbolta.net síðasta laugardag.

„Þeir hafa ekki verið svona lélegir, lykilmenn eru að ströggla í þessu liði."

„Þetta er í fyrsta sinn þar sem Liverpool er að taka ágúst og september í ströggli. Maður horfir á þetta og sér fyrir sér einhverja þynnku eftir tímabilið í fyrra. Liðið spilaði gríðarlega mikið af leikjum. Maður spyr sig hvort þetta sitji eitthvað í liðinu."

„Liverpool er í vandræðum."

Liverpool átti að spila gegn Úlfunum á morgun en búið er að fresta þeim leik út af andláti Elísabetar drottningu.

Hægt er að hlusta á útvarpsþáttinn í heild sinni hér fyrir neðan þar sem Kristján Atli ræðir meira um vandræði Liverpool.
Útvarpsþátturinn - Gósentíð í íslenska og enska
Athugasemdir
banner
banner
banner