Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 09. september 2022 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rafíþróttamót Sorgarmiðstöðvar
Mynd: Sorgarmiðstöðin
Mynd: EA Sports
Sunnudaginn 11.september klukkan 14:00 verður haldið góðgerðarafíþróttamót í FIFA22 til styrktar ungmennastarfi Sorgarmiðstöðvarinnar.

Mótið er að sjálfsögðu haldið hjá Arena, þjóðarleikvangi Íslands í rafíþróttum, og styðja Rafíþróttasamtök Íslands (RÍSÍ) og GameTíví við bakið á mótinu.

„Þetta er einn sá hópur sem er erfiðast að ná til og syrgjendur á þessum aldri vinna oft ekki úr sorginni fyrr en á fullorðinsárum. Sorgarmiðstöð vill því sérstaklega vinna að því að ná betur til unglinga og ungmenna í sorg. Efla starfið og gera stuðning, upplýsingar, fræðslu og ráðgjöf aðgengilegri fyrir þau," segir Guðrún Þóra hjá Sorgarmiðstöð.

Mótsfyrirkomulag:
*Tveir saman í liði, leikmenn velja sér lið og þurfa keppa með því liði út mótið. Einstaklingar geta líka skráð sig og verða þá paraðir saman við aðra staka leikmenn.
*Hver leikur er 2X 6 mín. Gamemode overall 90. Mótsformat verður auglýst síðar þegar góð sýn er kominn á skráningu liða.
Mótinu verður streymt af stöð2 esport, mbl.is esport og Twitch rás RÍSÍ og að sjálfsögðu verður íþróttalýsandi til að gera þetta enn skemmtilegra!
*Íslenska landsliðið í FIFA22 verður á staðnum og hægt er að skora á þau í leik.
*Þátttaka á mótinu kostar 3.900 kr. og auk þátttöku á mótinu fylgja þrír miðar í lukkupott sem reglulega er dregið úr í gegnum mótið og hægt að vinna glæsileg verðlaun. Áhorfendur geta líka keypt miða í pottinn til að taka þátt og þátttakendur geta keypt fleiri miða til að auka vinningsmöguleika sína.

Verðlaun:
*Til mikils er að vinna en Playstation 5 tölva og FIFA23 eru meðal stærstu vinninga!
*Hægt er að vinna til annarra glæsilegra vinninga frá Cintamani, Origo, Brandson, Bestseller, 66°N, Sambíóunum, Nexus, Sportvörum, Altis, Músík og sport, Bætiefnabúllunni, Ölgerðinni og margt margt fleira!
*Heldurðu að þú getir skorað beint úr aukaspyrnu? Sýndu það á mótinu og við gefum þér glaðning.

Með því að smella hérna er að hægt að fara inn á upplýsingasíðu mótsins og með því að smella hérna er hægt að skrá sig á mótið.
Athugasemdir
banner
banner
banner