Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   mán 09. september 2024 20:15
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fengu mikinn innblástur frá Messi - „Mun hjálpa okkur að komast í úrslit"
Mynd: EPA

Lionel Messi var mikill innblástur fyrir Athletic Bilbao á þarsíðustu leiktíð en Iker Muniain fyrrum leikmaður liðsins greinir frá því.


Muniain gekk til liðs við San Lorenzo frá Argentínu á dögunum en þessi 32 ára gamli Spánverji hafði leikið allan sinn feril hjá Bilbao.

Liðið fór alla leið í undanúrslit í bikarnum á þarsíðustu leiktíð en liðið varð bikarmeistari á síðustu leiktíð.

„Eftir að Argentína vann HM hengdi ég Messi treyju upp í klefanum. Það var meistara ára yfir henni. Ég sagði við samherjana mína að við ættum að snerta treyjuna fyrir hvern einasta leik í Konungsbikarnum. Það mun hjálpa okkur að komast í úrslit. Við gerðum það þar til í undanúrslitum. Bilbao féll úr leik því ég gleymdi að snerta hana," sagði Muniain.


Athugasemdir
banner
banner
banner