Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
   mán 09. september 2024 10:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Izmir
„Fólkið á Íslandi er óumdeilanlega með honum í liði"
Icelandair
Gylfi gefur ungum aðdáendum áritanir.
Gylfi gefur ungum aðdáendum áritanir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi á æfingu með landsliðinu í Izmir í gær.
Gylfi á æfingu með landsliðinu í Izmir í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Daniel Taylor, einn virtasti fótboltablaðamaður Bretlandseyja, hefur skilað af sér grein um Gylfa Þór Sigurðsson sem hann hefur verið að vinna í síðustu daga.

Fótbolti.net fjallaði vel um heimsókn Taylor til Íslands - meðal annars með viðtali við hann - en þessi margverðlaunaði blaðamaður var viðstaddur leik Íslands og Svartfjallalands síðasta föstudag.

Heimsókn hans snerist um endurkomu Gylfa Þórs Sigurðssonar á fótboltavöllinn. Gylfi spilaði lengi í ensku úrvalsdeildinni með Swansea, Tottenham og Everton en hann sneri aftur í fótbolta í fyrra eftir tveggja ára fjarveru út af dómsmáli á Bretlandseyjum. Aldrei hefur verið upplýst í hverju ásakanirnar nákvæmlega fólust.

Gylfi er mættur aftur í landsliðið, byrjaði gegn Svartfjallalandi og lagði upp. Hann leikur í dag með Val í Bestu deildinni.

Í greininni eru viðtöl við Viðar Halldórsson, formann knattspyrnudeildar FH, Börk Edvardsson, formann knattspyrnudeildar Vals, og við Age Hareide, landsliðsþjálfara Íslands.

Taylor fjallar um það að Gylfi, sem er einn besti fótboltamaður í sögu Íslands, geti klárlega verið að spila á hærra stigi en á Íslandi fái hann góðar móttökur. „Hann hefur fundið jafnvægi í lífinu og ég held að hann sé ánægður," segir Börkur, formaður Vals, við The Athletic.

„Ég er viss um að hann geti enn spilað í ensku úrvalsdeildinni," segir Viðar. „Hann er það góður í fótbolta. En honum líður þægilega hjá Val. Hann vill vera með fjölskyldu sinni á Íslandi og lifa eðlilegu lífi."

Blaðamaðurinn veltir því fyrir sér af hverju Gylfi hafi snúið aftur í fótbolta - peningar eru ekki ástæðan - en Hareide segir honum að fótbolti geti virkað eins og sálfræðimeðferð fyrir suma. Fótbolti geti tekið hausinn annað.

„Fyrir utan Laugardalsvöll er stytta af Alberti Guðmundssyni, fyrsta atvinnumanni Íslands. Það er kannski erfitt að ímynda sér að Gylfi Sigurðsson verði heiðraður á sama hátt einn daginn (þó það ekki hægt að útiloka það alveg). Það sem er hins vegar ljóst er að fólkið á Íslandi er óumdeilanlega með honum í liði. Og kannski, í hans stöðu, er það nóg," skrifar Taylor að lokum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner