Arsenal og Bayern berjast um Nico - Isak ætlar að ræða við Newcastle - Sane aftur til Englands?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   mán 09. október 2017 22:13
Brynjar Ingi Erluson
Birkir Már: Alltaf búinn að horfa á HM og dreyma fjarlægan draum
Icelandair
Birkir Már Sævarsson á magnaðri mynd. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson trúa varla sínum eigin augum
Birkir Már Sævarsson á magnaðri mynd. Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson trúa varla sínum eigin augum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörðurinn reyndi, getur ekki beðið eftir að spila á HM í Rússlandi á næsta ári.

Lestu um leikinn: Ísland 2 -  0 Kosóvó

Ísland spilar á HM í fyrsta sinn í sögunni á næsta ári eftir að liðið vann 2-0 sigur á Kósóvó í kvöld.

Birkir var frábær í hægri bakverðinum og stóð sína vakt vel.

„Þetta er nú töluvert stærra myndi ég segja. Maður er náttúrlega alltaf búinn að horfa á HM og dreyma fjarlægan draum að vera einhvern tímann með síðan var maður lítill," sagði Birkir Már.

„Við erum búnir að taka ansi mikið út þarna inni og úti á velli. Lognið á undan storminum kannski. Ég býst við helling af fólki og góðri stemningu, svipað og síðast."

„Við vorum með reynsluna frá því fyrir tveimur árum síðan þegar við spiluðum við Kasakstan. Við fórum varlega, vorum passífir og hræddir við að tapa. Við þurftum að komast á jörðina eftir Tyrklandsleikinn og spila bara okkar leik."

„Ég myndi segja að það væri mjög mikilvægt. Þessi fyrri hálfleikur var ekkert sérstaklega góður eða bara allt í lagi en það var mjög gott að fá markið."


Birkir Már hefur verið orðaður við Val en hann er að renna út á samning hjá sænska liðinu Hammarby.

„Ég veit jafn mikið og þið. Það er ekkert búið að koma uppi út eða heima. Það hefur ekkert tilboð komið neinstaðar frá en ég sest bara niður með umboðsmanninum og fer yfir málið."

„Helst myndi ég vilja vera erlendis að spila fram að HM en ef það dúkkar ekkert upp þá verður maður að skoða alla möguleika til að spila fótbolta yfir höfuð. Það er betra að spila eitthvað en að spila ekkert,"
sagði hann ennfremur.

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner