Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 09. október 2020 10:13
Elvar Geir Magnússon
Heimild: RÚV 
Kannað hvort Kári Árna sé fótbrotinn
Icelandair
Kári fór meiddur af velli í gær.
Kári fór meiddur af velli í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason fór meiddur af velli seint í sigurleiknum gegn Rúmeníu í gærkvöldi.

Fram kemur á vefsíðu RÚV að Kári sé á leið í myndatöku í dag og kannað hvort hann sé brotinn.

Hann meiddist þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum í gær og fékk aðhlynningu. Hann kom svo aftur inn á en yfirgaf völlinn haltrandi á 86. mínútu.

„Við þurfum bara að vona það besta með hann. Við sjáum það seinni partinn. Hann fer í myndatöku í dag til að sjá hvort það sé eitthvað brot þarna. Vonandi er það ekki," sagði Freyr Alexandersson aðstoðarlandsliðsþjálfari Íslands við íþróttafréttamanninn Þorkel Gunnar Sigurbjörnsson.

Kári er algjör lykilmaður í íslenska landsliðinu og það yrði áfall ef hann getur ekki spilað úrslitaleikinn gegn Ungverjalandi í næsta mánuði en í húfi er sæti á EM alls staðar.

Freyr var einnig spurður út í stöðuna á Jóhanni Berg Guðmundssyni og Alfreð Finnbogasyni eftir leikinn í gær og segir Freyr hana vera fína. Ísland mætir Danmörku á sunnudaginn og Belgíu á miðvikudaginn í Þjóðadeildinni.
Athugasemdir
banner
banner