Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 09. október 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Norðmenn bíða áfram eftir stórmóti - „Skelfilegur félagsskapur"
Norðmenn fagna marki.
Norðmenn fagna marki.
Mynd: Getty Images
Draumur Norðmanna um að komast á EM varð að engu þegar þeir töpuðu 2-1 gegn Serbum á heimavelli í gær í undanúrslitum í umspili úr C-deild Þjóðadeildarinnar.

Norðmenn töpuðu eftir framlengdan leik og Lars Lagerback, landsliðsþjálfari, hefur fengið mikla gagnrýni eftir leikinn.

Norðmenn fóru síðast á stórmót árið 2000 þegar þeir fóru á EM. Síðan þá hefur lítið gengið hjá liðinu.

Morten Stokstad, fyrrum íþróttafréttamaður hjá VG og núverandi fjölmiðlafulltrúi Lilleström, birti færslu á Twitter í gær þar sem hann benti á þær þjóðir sem hafa ekki komist í lokakeppni frá aldamótum.

„Evrópskar þjóðir sem hafa setið heima á síðustu tíu stórmótum: Færeyjar, Lúxemborg, Liechtenstein, Hvíta-Rússland, Eistland, Litháen, San Marino, Andorra, Georgía, Aserbaídsjan, Armenía, Svartfjallaland, Makedónía, Kýpur, Malta og Noregur.

Skelfilegur fótboltafélagsskapur."


Sjá einnig:
Norðmenn reiðir út í Lagerback - „Þá geturðu alveg eins trúað á jólasveina"
Athugasemdir
banner
banner