Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
   lau 09. október 2021 20:53
Victor Pálsson
Fékk rautt spjald fyrir að tefja í fyrri hálfleik
Jamal Lewis, leikmaður Norður-Íra, fékk ansi umdeilt rautt spjald í kvöld í leik gegn Sviss í undankeppni HM.

Sviss hafði betur í þessum leik með tveimur mörkum gegn engu en bæði mörkin komu eftir rauða spjald Lewis.

Lewis fékk fyrra gula spjald sitt á 23. mínútu fyrir brot og það seinna kom svo á 37. mínútu fyrri hálfleiks.

Það athyglisverða er að Lewis fékk sitt seinna gula fyrir að tefja leikinn í innkasti eftir 37 mínútur sem gerist ekki á hverjum degi.

Margir voru mjög óánægðir með ákvörðun dómarans en staðan var markalaus þegar Lewis var rekinn af velli.

Lewis er 23 ára gamall bakvörður og spilar með Newcastle United á Englandi.


Athugasemdir
banner
banner