Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 09. október 2021 12:40
Aksentije Milisic
Messi ánægður hjá PSG - „Sé ekki eftir neinu"
Mynd: Getty Images
Lionel Messi hefur sagt að hann sjái ekki eftir því að hafa farið frá Barcelona og til PSG. Hann er mjög sáttur í frönsku höfuðborginni þrátt fyrir rólega byrjun.

Eftir tuttugu og eitt ár í treyju Barcelona kom það flestum á óvart þegar Messi fór til PSG í ágúst mánuði. Skuldastaða Barcelona er slæm og því gat félagið ekki haldið Messi.

„Barca gaf út yfirlýsingu þar sem kom í ljós að ég gæti ekki verið áfram hjá félaginu og því fór ég strax að hugsa hvað ég gæti gert," sagði Messi.

„Ég þurfti að finna nýtt lið til að halda ferlinum áfram. Það voru nokkur lið sem vildu fá mig en ég valdi PSG og er sáttur við það," hélt hann áfram.

„Félagið vildi virkilega fá mig og það hefur komið vel fram við mig. Ég þakka þeim fyrir því ég er mjög sáttur hér. Hér eru heimsklassa leikmenn og það er plan í gangi."

Messi hefur enn ekki náð að skora í Ligue 1 deildinni í Frakklandi en hann skoraði gegn Manchester City í Meistaradeild Evrópu á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner