Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 09. október 2021 19:23
Victor Pálsson
Ronaldo stoltur af verðlaununum
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, var í gær valinn leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni.

Ronaldo hefur byrjað vel hjá Man Utd í annað sinn á ferlinum en hann lék einnig með liðinu frá 2003 til 2009 og fór svo til Real Madrid.

Ronaldo var á meðal sex leikmanna sem komu til greina en hann og Mohamed Salah voru líklegastit til afreka.

Portúgalinn varð að lokum fyrir valinu en hann er að ivnna þessi verðlaun í fimmta skiptið á ferlinum.

„Ég er stoltur að hafa verið valinn leikmaður mánaðarins með svo mörgum góðum leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Ronaldo á samskiptamiðlum eftir verðlaunin.

„Þakkir til allra liðsfélaga minna hjá Man United, ég gæti ekki afrekað þetta án þeirra. Höldum áfram að leggja okkur fram og úrslitin munu koma.“

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var þá valinn þjálfari mánaðarins eftir gott gengi liðsins í september.


Athugasemdir
banner
banner
banner