Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 09. október 2024 19:33
Ívan Guðjón Baldursson
KA Íslandsmeistari í 2. flokki eftir spennandi titilbaráttu
Íslandsmeistarar!
Íslandsmeistarar!
Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson
Það ríkti mikil spenna fyrir síðustu tvo leiki tímabilsins í Íslandsmótinu í 2. flokki karla, sem fóru fram í dag.

KA tryggði sér þar Íslandsmeistaratitilinn með 2-1 sigri á heimavelli gegn Stjörnunni, sem átti einnig möguleika á að tryggja sér titilinn með sigri og hagstæðum úrslitum í Hafnarfirði þar sem titilbaráttulið FH tók á móti Breiðabliki.

Þórir Hrafn Ellertsson og Breki Hólm Baldursson skoruðu mörk KA í sigrinum í dag og komu þau bæði eftir hornspyrnur. Eina mark Stjörnunnar í leiknum var sjálfsmark.

KA endar því sem Íslandsmeistari, en FH átti einnig möguleika á Íslandsmeistaratitlinum. Þeir möguleikar dóu út þegar KA sigraði Stjörnuna í dag.

   09.10.2024 05:55
Ísland í dag - Þrjú lið geta orðið meistari í 2. flokki

Athugasemdir
banner
banner
banner