Leikmaður Bournemouth orðaður við Liverpool - De Bruyne til Sádi - Fer Trent á frjálsri sölu?
   mið 09. október 2024 15:23
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steini um Glódísi: Frábært afrek og gríðarlega stórt fyrir hana
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttirvar í síðasta mánuði tilnefnd til Ballon d'Or verðlaunanna, fyrst íslenskra leikmanna.

Glódís átti frábært tímabil með Bayern Munchen og leiddi íslenska liðið sem tryggði sér sæti á EM næsta sumar. Glódís er líka fyrirliði Bayern.

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðsins, spurður út í tilnefninguna á fréttamananfundi í dag.

„Það sýnir á hvaða stað hún er, hversu megnug hún er og hversu vel hún hefur verið að standa sig, bæði með okkur og félagsliði. Hún er að spila á mjög háu stigi og eftir því er tekið hversu vel hún er að spila. Þetta er frábært afrek og gríðarlega stórt fyrir hana að vera í þessum hópi," sagði Steini.

Glódís er á sínum stað í íslenska landsliðshópnum sem kemur saman seinna í þessum mánuði. Verðlaunin verða veitt 28. október en þá verður Glódís nýbúin að spila með íslenska landsliðinu í Bandaríkjunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner