Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 09. nóvember 2017 21:13
Lilja Dögg Valþórsdóttir
Óli: Ekki mikið sem kom okkur á óvart
Óla fannst sitt lið eiga meira skilið útúr leiknum í kvöld
Óla fannst sitt lið eiga meira skilið útúr leiknum í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
“Þetta var bara virkilega svekkjandi, að fá ekki meira útúr þessum leik. Mér fannst við eiga skilið að fá meira útúr þessu og við sköpuðum okkur færin til þess þannig að ég er frekar vonsvikinn,” sagði Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir svekkjandi tap í kvöld gegn liði Slavia Prag frá Tékklandi í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Slavia Prag

Var eitthvað sem kom ykkur á óvart í þeirra leik?

“Nei það var nú ekki mikið sem kom okkur á óvart. Við vorum búin að sjá þær spila og vissum hvað þær væru duglegar að pressa hátt og hraðann á þeim í pressunni og hvað þær opnuðu sig til baka. Það gekk ágætlega það sem við vorum að plana með en við kláruðum ekki færin okkar og svo er náttúrulega fúlt að fá þessi mörk á sig. En við vorum að spila við virkilega gott lið, við neitum því ekkert, og þær voru meira með boltann og við ætluðum að liggja til baka og reyna að loka svæðunum okkar og halda hreinu í þessum leik en því miður tókst það ekki.”

Heldurðu að þú munir breyta upplegginu fyrir leikinn úti?

“Það er ljóst að við þurfum að skora 2 mörk þarna úti og við förum út til þess. En við þurfum líka að passa markið okkar þannig að 1 mark fyrir þær gerir þetta svolítið erfitt.”

Þið náið að jafna en fáið svo mark á ykkur beint í kjölfarið, fóruði kannski aðeins fram úr ykkur?

“Það kemur oft svona 'moment', eins og þú segir, eftir að mark er skorað, menn svona aðeins værukærir og hættulegustu mínúturnar eru fyrstu 2, 3, 4 eftir mark og við féllum í þá gildru núna og það er náttúrulega súrt. En það er bara reynsla fyrir okkur og við erum að spila á þessum stað í keppninni í fyrsta skipti á móti liði í þessum styrkleika og bara frábær reynsla fyrir þennan hóp. Og mér fannst liðið standa sig vel og standa vel undir því.”

Viðtalið við Óla má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner