Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mán 09. nóvember 2020 09:36
Magnús Már Einarsson
Einn öflugasti leikmaður Ungverja í sóttkví - Fer í próf í dag
Icelandair
Dominik Szoboszlai, miðjumaður Red Bull Salzburg, er í úrvinnslusóttkví eftir að nokkrir liðsfélagar hans greindust með kórónuveiruna.

Hinn tvítugi Szoboszlai er lykilmaður í liði Ungverja sem mætir Íslandi í umspili um sæti á EM á fimmtudag.

Szoboszlai er búinn að fara í próf þar sem hann reyndist vera neikvæður. Leikmenn Salzburg fara í annað próf í dag til að athuga hvort fleiri leikmenn séu smitaðir.

Á Twitter síðu ungverska knattspyrnusambandsins kemur fram að Szoboszlai muni koma til móts við ungverska hópinn í kvöld ef hann reynist ekki með kórónuveiruna í skimun í dag.

Arnór Ingvi Traustason, leikmaður íslenska landsliðsins, er á leið til móts við hópinn þrátt fyrir að liðsfélagi hans hjá Malmö hafi greinst með kórónuveiruna í gær.
Athugasemdir
banner