Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 09. nóvember 2020 14:30
Elvar Geir Magnússon
Partey meiddur og fer ekki í landsliðsverkefni
Thomas Partey, miðjumaður Arsenal, fór af velli í hálfleik í 0-3 tapleiknum gegn Aston Villa í gær. Hann meiddist á læri.

Hann hefur því dregið sig úr landsliðshóp Gana og verður áfram í herbúðum Arsenal í meðhöndlun.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, sagði eftir leikinn í gær að hann væri óviss um hversu lengi Partey veðrur frá.

Partey missir af tveimur leikjum með Ganverjum gegn Súdan í undankeppni Afríkumótsins.

Fyrsti leikur Arsenal eftir landsleikjahlé verður gegn Leeds United á Elland Road þann 22. nóvember.
Athugasemdir