Mateta kostar 40 milljónir punda - Liverpool og Man Utd vilaj Robinson - Douglas Luiz aftur í ensku úrvalsdeildina?
   mið 09. nóvember 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gabigol lætur óánægju sína í ljós - „Falskur vinur"
Fyrr í þessari viku var hópur brasilíska landsliðsins fyrir HM í Katar tilkynntur. Um er að ræða gríðarlega sterkan hóp sem er svo sannarlega líklegur til afreka á næstu vikum.

Gabriel Martinelli, leikmaður Arsenal, er valinn á kostnað Roberto Firmino, sóknarmanns Liverpool, sem er skilinn eftir heima.

Þá hefur það vakið athygli að sóknarmaðurinn Gabriel Barbosa sé skilinn eftir heima. Hann hefur skorað fjölda marka fyrir Flamengo í heimalandinu en er ekki valinn.

Gabigol, eins og hann er kallaður, hefur ekki falið vonbrigði sín á samfélagsmiðlum. Hann er greinilega verulega ósáttur.

„Það er ekki til verri óvinur en falskur vinur," skrifaði Gabigol við mynd af sér og landsliðsþjálfaranum, Tite, á Instagram. Það má gera ráð fyrir því að hann spili ekki aftur fyrir Brasilíu á meðan Tite er landsliðsþjálfari.
Athugasemdir
banner